MAÐURINN Á BAKVIÐ ARNHART EVENTS
Hans er fæddur og uppalinn á Íslandi en flutti til Bandaríkjanna árið 2013 til að ljúka námi. Hann hefur haft annan fótinn við skipulagningu viðburða frá árinu 2009 en tileinkaði sér viðburðarhald að fullu eftir að hafa lokið námi árið 2017. Meðan hann bjó á Íslandi sá hann um fjölbreytt úrval viðburða, allt frá afmælisveislum til fyrirtækjasamkoma. Eftir að hafa skipulagt nokkur íslensk brúðkaup fann hann ástríðu sína.
Eftir að hafa flutt til Austin Texas beindist viðleitni hans og athygli að skipulagningu og stjórnun brúðkaupa. Árið sem hann útskrifaðist fékk hann tækifæri til að vinna á frábærum vettvangi þar sem hann aflaði sér mikillar reynslu um hvernig hægt er að gera hvern viðburð sérstakan og eftirminnilegan. Hann lauk prófi frá Austin Community College með Associate gráðu í gestrisna stjórnun, ásamt funda- og viðburðastjórnun.
Áður en Hans flutti aftur til Íslands hafði hann haft tækifæri til að vinna með hinum ýmsu ólíku aðilum. Hver vettvangur, veitingaþjónusta og skemmtun er frábrugðin hvor öðru og þykir honum forréttindi að finna rétta samsetningu sem hentar þér.


SEGÐU OKKUR FRÁ ÞÍNUM VIÐBURÐI
Leyfðu okkur að hjálpa þér að gera þinn sérstaka dag að veruleika!
